Stúdíó Sýrland sér um hljóðupptökur fyrir SInfóníuhljómsveitina í Eldborgarsal Hörpu og valdi á dögum A/D breyta frá Antelope Audio sem viðbót við Pro Tools HD kerfin sem notuð eru.

Antelope Audio hefur í ríflega tvo áratugi verið leiðandi í hönnun á tækjabúnaði sem notar „atomic“ klukku sem grunn fyrir master klukkur í hljóðvinnslu. Jafnframt býður Antelope til dæmis upp á A/D breyta og míkrafón-formagnara fyrir kröfuharða notendur svo eitthvað sé nefnt.

0

Posted:

Categories: Fréttir

Nýja umboðið er umboðsaðili fyrir lausnir frá TVU Networks á Íslandi.

Vörulína TVU fellur einkar vel að mörgum þeim lausnum sem Nýja umboðið hefur þegar á boðstólunum auk þess skapa tækifæri á víðari vetvangi.

RÚV hefur þegar fest kaupa á TM1000 myndsendi ásamt TX3200 móttakara – reyndar fór búnaðir nánast beint í notkun á vordögum þegar Forseti Íslands kallaði nokkuð skyndilega til blaðamannafundar á bessastöðum, eins og frægt er orðið.

Starfsmenn RÚV hafa jafnframt verið að kynna sér fleiri lausnir frá TVU og munu meðal annars beita þeim í næsta kosningasjónvarpi.

365 Miðlar munu einnig treysta á sendingarbúnað frá TVU í Evrópuleppninni í fótbolta í Frakklandi síðar í þessum mánuði.

Fréttatilkynningu TVU Networks af þessu tilefni má finna hér.

0

Posted:

Categories: Fréttir

Avid var að tilkynna uppfærslur fyrir PT11 og PT10. Í báðum tilfellum er fyrst og fremst um minniháttar lagfæringar að ræða – þó sumar séu eflaust kærkomnar.

Ég mæli sérstaklega með Pro Tools 11.3.1 fyrir þá sem þegar eru með v11.3 – ekki síst á OSX 10.10.x Yosemite. Nánar um Pro Tools 11.3.1

Með Pro Tools 10.3.10 koma að sama skapi lagfæringar á einu og öðru. Nánar um Pro Tools 10.3.10

0

Posted:

Categories: Fréttir

Föstudaginn 6. febrúar verður Anders Glantz frá Avid með S3 Master Class á vegum Nýja umboðsins ehf.

 • Staðsetning: Kennslustofa Sýrlands, Vatnagörðum 4
 • Tími: frá 13 til 15.

Anders mun kynna helstu eiginleika S3 stjórnborðsins og fara í saumana á hverngi S3 getur hjálpað hljóðmanninum að vinna hraðar og betur. Þetta er jafnframt kjörið tækifæri til að spyrja Anders beint um atriði sem að hverjum og einum snúna.

Allir velkomnir.

Anders Glantz frá Avid er staddur hér á landi þessa vikuna að kynna nýjungar í Pro Tools ásamt því að fræða áhugasama notendur forritsins um eitt og annað sem hjálpar hljóðmeisturum til að vinna hraðar og betur. Í tilefni þess að Nýja umboðið fékk um leið fyrsta eintakið af S3 til landsins var ákveðið að búa til fyrrnefndan Master Class.

S3 frá Avid er öflugt stjórnborð fyrir Pro Tools og önnur hljóðvinnsluforrit – en um leið mixer með 4×6 AVB hljóð inn- og útgöngum. Sjá nánar hér.

 

0

Posted:

Categories: Fréttir

Á þriðjudaginn verða hjá okkur tveir Pro Tools sérfræðingar frá Avid.

Milli kl. 17 og 19 verður opin kynning á helstu nýjungum hvað Pro Tools varðar – meðal annars nýjundar í Pro Tools 12.

Jafnframt er öllum velkomið að rölta við strax upp úr hádegi til að spjalla um eitt og annað.

Kynningin verður í stóra stúdíóinu hjá Sýrlandi, Vatnagörðum 4.

https://www.facebook.com/events/663371907108475/?ref=22

0

Posted:

Categories: Fréttir

Á NAMM 2015 kynnti Avid til leiks Pro Tools 12!

Helstu nýjungar …

 • Eigðu’ða / Leigðu’ða: Þitt er valið.
 • Nýjasta útgáfan: Áskriftarkerfið tryggir þér ávallt nýjustu útgáfu.
 • Samvinna í skýinu: Avid hefur verið að þróa leiðir til að deila verkefnum – senda einstakar rásir eða grúppur í vinnslu annarsstaðar og sameina svo á ný. Um leið heldur kerfið utan um hver gerði hvað.
 • Markaðssvæði: Þú getur hæglega komið þínum verkum á framfæri á sameiginlegu markaðssvæði og um leið fengið greitt vilji einhver nýta sér þau.

Smelltu hérna ef þú vilt fá skilaboð þegar nýja útgáfan verður aðgengileg: http://connect.avid.com/ProTools12-Ready-Notification.html

0

Posted:

Categories: Fréttir

Leynist í þér tónlistarmaður? Þú getur prófaði þig áfram með forritinu sem fagmennirnir nota – og það kostar ekki krónu.

Pro Tools | First er nógu einfalt fyrir byrjendur en um leið verkfæri nýtist fagmönnum til að semja, taka upp og hljóðblanda. Fyrsta skrefið inn í tónlistarheiminn hefur aldrei verið einfaldara.

Kynntu þér Pro Tools | First: http://apps.avid.com/protoolsfirst/?intcmp=AV-HP-S2

0

Posted:

Categories: Fréttir

newtek_kynning

Í dag fór Chris Waddington frá Newtek á kostum við að útskýra Tricaster 8000 frá A til Ö …

Fyrir þá sem ekki komust á kynninguna í dag eða gesti dagsins sem vilja kafa dýpra er enn hægt að bóka lokaðan fund eftir hádegi á morgun. Sendið mér bara póst eða hringið til að finna tíma. vh@umbodid.is / 893 6395

0

Posted:

Categories: Fréttir

Tricaster-auglysing 2-01

 

Tricaster 8000 frá Newtek – Kynning 27. & 28. Ágúst

 • Miðvikudagur 27. ágúst frá 16-18: Opin kynning og fyrirspurnir á eftir.
 • Fimmtudagur 28. ágúst frá 9-17: Lokaðir fundir með einstökum aðilum eftir samkomulagi. (vh@umbodid.is / 893-6395)

Staður: Upptökusalur Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum 4, 104 RVK

Nánari upplýsingar: http://www.newtek.com/products/tricaster-8000.html

0

Posted:

Categories: Fréttir

Frá því að Pro Tools HDX kom á markaðinn hefur eigendum eldri Pro Tools HD kerfa gefist kostur á að uppfæra í nýju útgáfuna.

Nú hefur Avid ákveðið að bjóða eigendum jafnframt upp á möguleikann að uppfæra í Pro Tools HD Native, fyrir Thunderbolt eða PCIe.

Uppfærsla í PT HD Native með OMNI er 582.000 (3999$+vsk) og hækkar um ríflega 1000$ ef valið er 8x8x8 eða 2100$ fyrir 16×16 eða MADI.

Með hverri uppfærslu fylg inneignakort fyrir Pro Tools Plug-in fyrir 1297$ (2xTier3 og 1xTier2).

 

 

0

Posted:

Categories: Fréttir

Nýja umboðið

 • Nýja umboðið
 • Vesturvör 30c
  Kópavogur200
  Ísland
 • Sími: 575 4600