TVU Networks og Nýja umboðið

Nýja umboðið er umboðsaðili fyrir lausnir frá TVU Networks á Íslandi.

Vörulína TVU fellur einkar vel að mörgum þeim lausnum sem Nýja umboðið hefur þegar á boðstólunum auk þess skapa tækifæri á víðari vetvangi.

RÚV hefur þegar fest kaupa á TM1000 myndsendi ásamt TX3200 móttakara – reyndar fór búnaðir nánast beint í notkun á vordögum þegar Forseti Íslands kallaði nokkuð skyndilega til blaðamannafundar á bessastöðum, eins og frægt er orðið.

Starfsmenn RÚV hafa jafnframt verið að kynna sér fleiri lausnir frá TVU og munu meðal annars beita þeim í næsta kosningasjónvarpi.

365 Miðlar munu einnig treysta á sendingarbúnað frá TVU í Evrópuleppninni í fótbolta í Frakklandi síðar í þessum mánuði.

Fréttatilkynningu TVU Networks af þessu tilefni má finna hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Nýja umboðið

  • Nýja umboðið
  • Vatnagarðar 4
    Reykjavík104
    Ísland
  • Sími: 563 2910