Avid S3 Master Class – föstudaginn 6. febrúar frá 13:30 til 15:30

Föstudaginn 6. febrúar verður Anders Glantz frá Avid með S3 Master Class á vegum Nýja umboðsins ehf.

  • Staðsetning: Kennslustofa Sýrlands, Vatnagörðum 4
  • Tími: frá 13 til 15.

Anders mun kynna helstu eiginleika S3 stjórnborðsins og fara í saumana á hverngi S3 getur hjálpað hljóðmanninum að vinna hraðar og betur. Þetta er jafnframt kjörið tækifæri til að spyrja Anders beint um atriði sem að hverjum og einum snúna.

Allir velkomnir.

Anders Glantz frá Avid er staddur hér á landi þessa vikuna að kynna nýjungar í Pro Tools ásamt því að fræða áhugasama notendur forritsins um eitt og annað sem hjálpar hljóðmeisturum til að vinna hraðar og betur. Í tilefni þess að Nýja umboðið fékk um leið fyrsta eintakið af S3 til landsins var ákveðið að búa til fyrrnefndan Master Class.

S3 frá Avid er öflugt stjórnborð fyrir Pro Tools og önnur hljóðvinnsluforrit – en um leið mixer með 4×6 AVB hljóð inn- og útgöngum. Sjá nánar hér.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Nýja umboðið

  • Nýja umboðið
  • Vatnagarðar 4
    Reykjavík104
    Ísland
  • Sími: 563 2910